Ecolab
eldhús

Texti

Ecolab segments

Quisque eget elementum urna. In ornare lorem in placerat tincidunt. Nunc ut nunc vulputate, pharetra dui interdum, aliquet lectus. Nullam auctor turpis at tortor mollis sagittis vitae non mauris. Praesent nec venenatis purus. In sed felis efficitur, iaculis turpis ut, interdum ante. Fusce magna sapien, venenatis ac fringilla ac, aliquet nec nibh.

Þvaglekavörur sem mæta þörfum einstaklinga 

Þvaglekavörurnar frá ABENA eru framleiddar í Danmörku við hæstu gæðakröfur. Vörurnar koma í mörgum stærðum, gerðum og með mismikilli rakadrægni og mæta þar með fjölbreyttum þörfum notenda.

Þvaglekavörurnar frá ABENA eru framleiddar úr efni sem andar sérstaklega vel auk þess sem þær eru með Top-Dry kerfi sem heldur yfirborði varannar þurru og kemur þar með í veg fyrir að raki liggi við húð. Vörurnar eru allar með hágæða lekavörn og lyktarkerfi sem dregur í sig lykt og takmarkar þar með óþægindi sem henni kann að fylgja. Stærri þvaglekavörurnar eru með rakamagnslínum á bakhlið sem segja til um hversu mikið er eftir af líftíma vörunnar og hjálpa til við að hámarka notkun.

Þvaglekavörurnar frá ABENA eru án allra ilmefna, eru ofnæmisprófaðar og nær allar Svansmerktar.


Vöruúrval ABENA

ABENA light 

ABENA light bindin eru nett og þægileg. Þau koma í mismunandi stærðum og með mismikilli rakadrægni sem auðvelt er að greina af dropamerkingunum. Bindin eru með lekavörn á öllum hliðum en án vængja. Nýtast vel sem þvaglekavörur sem og tíðarvörur.


ABENA pants 

ABENA pants vörurnar svipa til hefðbundinna undirfata og eru þess vegna oft kallaðar buxnableiur eða blúndubuxur. Þær eru einstaklega mjúkar, með háu mitti og leggjast vel að líkamanum. Rakamagnslínur á bakhlið segja til um hversu mikið er eftir af líftíma vörunnar og hámarka þar með notkunina.


ABENA San 

ABENA San bindin eru afar mjúk og hönnuð til þess að liggja vel að líkamanum. Fjölbreyttar stærðir og rakadrægni koma til móts við mismunandi þarfir notenda. Bindin draga hratt í sig vökva og dreifist vökvinn jafnt um bindið.

Hægt er að skipta bindunum í tvo flokka: ABENA San 1-4 eru minni bindin og eru þau með límrönd á bakhlið. ABENA San 5-11 eru stærri, með meiri rakadrægni og rakamagnslínum á bakhlið en ekki límrönd.


ABENA Slip 

ABENA Slip þvaglekavörurnar eru með mikla mýkt fyrir hámarks þægindi, framleiddar úr öndunarefni sem hjálpar til með að halda húðinni heilbirgðri og eykur þægindi notenda til muna. Vörurnar eru með 360° lekavörn og tvöföldum fjölnota límborðum á hliðunum sem auðveldar notendum að móta vöruna alveg að líkamanum. Rakamagnslínur á bakhlið.


Fyrir karlmenn 

ABENA Man bindin eru hönnuð sérstaklega fyrir herra. Bindin eru mjúk viðkomu og umfram allt lítt áberandi. Límborði á bakhlið til að bindið haldist á sínum stað. Til í mörgum stærðum og rakadrægni sem kemur til móts við mismunandi þarfir notenda.


ABENA Wing  

ABENA Wing eru með þá sérstöðu að hafa belti og límist framhlið vörunnar á beltið. Þessi tækni auðveldar notendum að laga vöruna vel að líkamanum. Vörurnar eru afar mjúkar og framleiddar úr efni sem dregur hratt í sig vökva og andar jafnframt vel sem stuðlar að heilbrigði húðarinnar. Rakamagnslínur á bakhlið.


ABENA Undirbreiðslur 

ABENA undirbreiðslurnar eru mjúkar, góðar og henta vel sem undirlag í stóla, rúm eða skiptiborð. Fjölbreyttar stærðir með mismikla rakadrægni sem mætir mismunandi þörfum notanda. ABENA býður einnig upp á margnota undirbreiðslur.

Eftirtalin vörunúmer eru niðurgreidd af Sjúkratryggingum Ísland:


Abri-Fix Netabuxur

Þéttar og mjúkar neta-nærbuxur, án sauma, með skálmum og líkjast hefðbundnum nærbuxum. Góð öndun og mjúkt efni. Engir saumar lágmarkar líkur á þrýstimerkjum og húðertingu. Henta sérlega vel með þvaglekavörunum frá ABENA og halda vel við vörunar án þess að þrengja að. Vörurnar má þvo allt að 100 sinnum. Fáanlegar í stærðum XXS-5XL.


Bindi og annað 

ABENA bindi eftir fæðingu: Hvítt bindi með 825 ml rakadrægni eða dropamerkingu 5. Frekar stór bindi sem taka mikið í sig, liggja þétt að líkamanum og veita þar með gott öryggi.

Abri-let bindi eða innlegg hentar vel með öðrum þvaglekavörum fyrir auka rakadrægni en er einnig hægt að klippa niður og nota við sárameðhöndlun.