1.1. Þetta skjal inniheldur þá viðskiptaskilmála (hér nefndir viðskiptaskilmálarnir) sem gilda þegar viðskiptavinur okkar (hér nefndur viðskiptavinur eða þú) kaupir vörur í vefverslun Stórkaups (hér nefnd verslunin) en hún er vefverslun, þ.e. verslun sem er rekin á Vefnum. Nálega má verslunina á vefsetri sem aðgengilegt er á vefsíðunni www.storkaup.is og netfang verslunarinnar er storkaup@storkaup.is. Verslunin er rekin af okkur, Stórkaup ehf., kt. 600122-2820 (hér nefnt seljandi eða við), Skútuvogi 9, 104 Reykjavík, s. 515 1500. Stórkaup er heildverslun sem þjónar einkum stórnotendum með aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin eru hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar. Stórkaup er í eigu félagsins Hagar hf., kt. 670203-2120.
1.2. Fjallað er í sérstöku skjali (hér nefndum persónuverndarskilmálana) um hvaða persónuupplysingar við vinnum með í versluninni þegar við seljum beint til einstaklinga, tilgang vinnslunnar og heimildir fyrir henni, miðlun persónuupplysingar og geymslutitíma þeirra, auk ýmissa annarra atriða um þá vinnslu persónuupplysingar sem fram fer í tengslum við slíka sölu.
1.3. Til þess að geta keypt vörur í versluninni þarft þú áður að staðfesta að hafa kynnt þér vandlega og samþykkt bæði viðskiptaskilmálana og, eftir atvikum, persónuverndarskilmálana. Vakin er sérstök athygli á því að þó að gögn um viðskipti viðskiptavina í versluninni séu geymd í upplýsingakerfum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þá eru sumir þeirra þjónustuaðila sem fá aðgang að þeim kerfum staðsettir fyrir utan EES. Því þarf hver viðskiptavinur fyrir sig – hvort sem hann er einstaklingur – að samþykkja ótvírætt og sérstaklega þá lýsingu á vinnslu persónuupplysinganna sem kemur fram í persónuverndarskilmálunum til að geta átt viðskipti við verslunina.
1.4. Aðgangur að versluninni er eingöngu heimill lögððilum sem hafa sótt um á netfanginu sala@storkaup.is að gerast viðskiptavinir Stórkaups. Stórkaup hefur samþykkt umsóknina, auk þess sem aðgangur að kaupum á vörum úr nokkrum vöruflokkum er á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands heimill tilteknum einstaklingum. Ef umsækjandi er lögððili er lánshæfismati hans framkvæmt hjá CreditInfo hf. áður en tekin er afstaða til umsóknarinnar og mánaðarleg heimild ákveðin með hliðsjón af þeirri niðurstöðu.
1.5. Notkun versluninnar er með öllu óheimil nema í samræmi við ákvæði viðskiptaskilmálanna.
1.6. Allar tilraunir til að brjóta (“hakka”) eðlilega virkni versluninnar, til dæmis til að komast fram hjá aðgangshindrunum, fara fram í röð í bið eftir vinsælli vöru, skerða aðgengi að versluninni, breyta verðum eða vöru framboði í henni eða safna upplýsingum um fjölda af vörum í einu (“skrapa”), eru með öllu óheimilar.
1.7. Þér er skylt að varðveita aðgangs-/lykilorð að aðgangi þínum að versluninni þannig að óviðkomandi geti ekki komist yfir þau. Öll notkun aðgangs þíns að versluninni skal vera á þinni ábyrgð. Ef þú grunar að óviðkomandi hafi komist yfir aðgangs-/lykilorð þín, ber þú að tilkynna það án tafar á netfang verslunarinnar, sbr. 1.1 hér að framan.
1.8. Þú berð ábyrgð á að uppfæra skráningu í versluninni reglulega, hvort sem það snýst um netfang eða heimilisfang, svo við getum átt í samskiptum um kaup þín og, þegar um heimsendingu er að ræða, sent þér vörur á rétt heimilisfang.
1.9. Þessi útgáfa viðskiptaskilmálanna gildir um kaup í versluninni sem eiga sér stað eftir 5. apríl 2022.
1.10. Viðskiptaskilmálarnir eru ávallt aðgengilegir á vefsetri verslunarinnar, sbr. 1.1 hér að framan. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þeim án fyrirvara. Í skilmálunum kemur ávallt fram hvenær núgildandi útgáfa tók gildi, svo þú getir séð hvort þeir hafi breyst frá því að þú samþykktir þá síðast þegar þú notaðir verslunina.