Stefnur og markmið

Markmið umhverfisstefnunnar er að valda sem minnstri mengun, vernda umhverfið og þær auðlindir sem þar er að finna. Sjónarmið umhverfisverndar eru höfð í huga við alla þætti rekstrar og ákvarðanatöku.

Umhverfisstefnan nær til allrar starfsemi okkar og eru stjórnendur og annað starfsfólk hvatt til að kynna sér stefnuna, framfylgja henni og hafa frumkvæði til umbóta í umhverfismálum. Með umhverfisstefnunni skuldbindum við okkur til að fylgja og leiða þá vinnu sem felst í því að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á nærumhverfi fyrirtækisins. Við fylgjum eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta, tækniþróunar, þarfa og væntinga viðskiptavina. Við tökum mið af umhverfisvernd við meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, sóun og flokkun sorps.

Markmið umhverfisstefnunnar

Efla og viðhalda umhverfisvitund starfsfólks sem starfar innan fyrirtæksins, ásamt þvi að hvetja það og þjálfa til að sinna störfum sínum með tilliti til umhverfisverndar.

Aðlaga stjórnarhætti félagsins með aukna umhverfisvitund að leiðarljósi.

Lágmarka sóun í rekstrinum.

Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun og útblæstri eins og kostur er.

Taka mið af umhverfissjónarmiðum við innkaup félagsins þar sem hægt er.

Leitast við að þróa umhverfisvænar lausnir fyrir viðskiptavini og sömuleiðis bjóða þeim upp á umhverfisvænni kosti.

Leitast við að efla umhverfisvitund viðskiptavina, hvetja til endurvinnslu og kaupa á umhverfisvænni valkostum.

Vekja athygli þjónustuaðila, verktaka og annarra hagaðila á grundvallaratriðum umhverfisstefnu félagsins þar sem við á og hvetja til úrbóta á starfsháttum þeirra í samræmi við stefnu félagsins.

Endurmeta árangur umhverfisstefnunnar með reglulegu millibili og koma á umbótum þar sem það á við.

Stórkaup stefnir ávallt að því að uppfylla öll lög og reglur sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækisins.

Stórkaup leitast alltaf við að standast væntingar viðskiptavina sinna og að þeir hafi jákvæða upplifun af samskiptum við okkur.

Stórkaup setur sér markmið til að tryggja að vörur standist ítrustu kröfur um gæði og mun bregðast skjótt við frávikum.

Stórkaup leggur áherslu á fyrsta flokks meðhöndlun vara við hýsingu og dreifingu, skipulögð og öguð vinnubrögð alla leið til viðskiptavina okkar.

Stórkaup er með gæðastjóra sem er menntaður matvælafræðingur.

Stórkaup verslar eingöngu við viðurkennda og ábyrga birgja.

Stefna Stórkaups er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun.

Stórkaup er vinnustaður þar sem bæði karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa.

Stórkaup er vinnustaður þar sem allir, óháð kyni, njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Stórkaup er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.

Stórkaup gætir þess að allir starfsmenn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.

Stórkaup líður ekki einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni.