Hentar fyrir hendur og fætur og algengt er að þessir pottar séu notaðir inni á skammtímavistunum og hjúkrunarheimilum. Höndum / fótum er dýft í heitt vaxið og vaxið látið mýkja þreyttar og stirðar hendur. Potturinn þarf sinn tíma til að hita upp vaxið en með því að láta vaxið hitna og bráðna á jöfnum vægum hita endist það betur. Paraffin vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húð aukinn raka og mýkt. Mælt er með því að hreinsa þann líkamspart sem á að meðhöndla. Þega búið er að þrífa og þurrka, dýfið líkamspartinum í pottinn 1-2 sinnum. Setjið síðan plastpoka yfir eða plastpoka ásamt hönskum og sokkum yfir og bíðið í 15-20 mínútur áður en vaxið er hreinsað af. Vaxmagn í pottinum má alls ekki fara niður fyrir lágmarks línu, því þá aukast líkur á því að tækið ofhitni og eyðileggist.