Þvagpoki sem tekur 600 ml. Pokinn hentar sérstaklega fyrir gangandi fólk eða fólk á hreyfingu. Efnið í pokanum er mjúkt viðkomu og þá sérstaklega bakhliðin. Húðin svitnar síður undir mjúkri bakhliðinni og pokinn límist því ekki við húðina. Pokinn er með bakflæðisvörn sem kemur í veg fyrir að þvag renni aftur upp í slönguna. Slangan á pokanum er 45 cm og er afar mjúk og húðvæn. Hægt er að klippa slönguna og stytta hana eftir hentugleika. Kraninn á pokanum er einnig einstaklega notendavænn og auðveldur í notkun.