Svanurinn

Hvað er svanurinn?

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandannasem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu.

Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:

  • skoða allan lífsferilinn og skilgreina helstu umhverfisþætti.

  • setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem; efnainnihald og notkunskaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku-og vatnsnotkun, og gæði og ending.

  • passa að þekkt hormónaraskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð.

  • herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðarvörur og þjónusta séu í stöðugri þróun.

 

Stórkaup býður upp á fjölbreytt úrval af svansvottuðum vörum, sem stuðla að umhverfisvænni neyslu og sjálfbærni.

 

Smelltu hér til þess að kynna þér meira um Svaninn.


Skoðaðu Svansmerktar vörur hér: