Pallabursti til að nota á pallinn eða stéttina. Spaðar sem að snúast við vatnsþrýstinginn og því vinnur vatnið vinnuna fyrir þig. Þegar verið er að þrífa fleti sem þörf er á einhverskonar hreinsiefnum er gott að bera hreinsiefnið fyrst á og láta liggja, eftir leiðbeiningum frá framleiðanda efnisins en það auðveldar vinnuna mikið og burstinn endist betur þegar ekki er þörf á miklu skrúbbi, heldur nægir vatnsþrýstingurinn. Passar með öllum Core og Compact vélum frá Nilfisk.