Mottumars | Stórkaup

Við hjá Stórkaup erum stolt af því að vera styrktaraðili Mottumars og leggja okkar af mörkum til að styðja við baráttuna gegn krabbameini.

Í mars rennur 15% af allri sölu á Puri-Line hreinlætisvörum frá ABENA til átaksins.

Við viljum sýna samstöðu og stuðning við þau sem hafa orðið fyrir áhrifum af krabbameini, og hjálpa til við að efla krabbameinsrannsóknir og vitundarvakningu.

Tökum höndum saman í mars og sýnum styrk og samstöðu.

Smelltu hér og kynntu þér Mottumars á heimasíðu Krabbameinsfélagsins


ABENA Puri-Line


Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur frá ABENA 

Puri-Line vörulínan frá ABENA var hönnuð með umhverfisáhrif í huga og því eru allar Puri-Line vörurnar Svansmerktar. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Það er því auðvelt að velja umhverfisvottaðar vörur einfaldlega með því að velja Puri-Line.


Hreinsiefni - minni umbúðir


Hreinsiefni - stærri umbúðir


Hreinisefni - Duft og töflur


Tuskur og klútar 


Moppur