Málband sem hægt er að nota til að mæla fyrir nákvæmri stærð á þvagsmokki. Áður en þvagsmokkur er notaður er mikilvægt að kanna hvaða stærð hentar best, til þess að tryggja 100% virkni vörunnar. Manfred-Sauer hefur hannað sérstakt málband sem hægt er að nýta til þess að mæla stærð getnaðarlimsins sem auðveldar þá notandanum að velja þvagsmokk við hæfi. Það er mikilvægt að þvagsmokkurinn sé hvorki of lítill né of stór. Of lítill þvagsmokkur getur ert húðina og valdið óþægindum eða jafnvel orðið valdur af sárum. Of stór þvagsmokkur getur orðið til þess að þvag leki framhjá og meiri líkur á því að varan detti af.