Einnota hanskar úr LDPE (low density polyethylene) plastefni sem er einstaklega létt, slétt, mjúkt og meðfærilegt. Hanskarnir henta sérstaklega vel í dýralækningar en eru einnig hentugir í ýmis verkefni tengdum matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Hanskarnir koma í einni stærð sem ætti að henta flestum en lengd hanskanna eru 900 mm. Hanskarnir innihalda hvorki púður né latex. Geymslutími er 3 ár. Geymist á þurrum stað, við stofuhita og ekki í beinu sólarljósi. Flokkast sem almennt heimilissorp.