Kornax rúgmjöl er heilkornamjöl sem í eru allir hlutar kornsins; kjarni, kím og hýði. Þar af leiðandi eru náttúruleg vítamín og steinefni í mjölinu. Hýðið hefur einnig góð áhrif á meltingunguna. Rúgbrauð, rúgbitar, rúgkökur og allt sem bakað er úr rúgmjöli fær ósvikið rúgbragð. Brauð úr rúgmjöli verða safarík og geymast vel. Þar sem rúgmjöl hefur lágt glúteninnihald er ágætt að blanda mjölið með Kornax heilhveiti til að fá betri lyftingu í baksturinn.