Activon er 100% hreint Manuka hunang án allra aukaefna. Manuka hunang hefur viðurkennd bakteríudrepandi og afar græðandi áhrif á sár og er afar góður kostur í hvers kyns sárauppvinnslu. Manuka hunang hjálpar til við að halda sárinu hreinu auk þess sem það viðheldur raka í sárgræðslunni og dregur úr lyktarvandamálum. Það má nota Activon hunangskremið á allar gerðir sára og á öllum stigum sárgræðsluferlisins. Geymsluþol eru 3 ár ef túpan hefur ekki verið opnuð en 90 dagar eftir að túpan hefur verið opnuð. Geymist á þurrum stað, við stofuhita og ekki í beinu sólarljósi.