Hentugur kostur fyrir lítil og meðalstór býli, byggingarfyrirtæki, verkstæði, bílaleigur o.fl. Vélin er með 180 bar þrýsting og dælir um 740 ltr á klukkustund. Stútur með nokkrum stillingur sem henta við margar aðstæður, þar með talinn froðuúðari sem myndar þykkt lag kvoðu/froðu þegar notuð eru þar til gerð efni. Vélin er með slöngukefli sem auðveldar geymslu og tilfærslur á vélinni. Fyrir þriggja fasa rafmagn.