Handhægur, uppblásanlegur fótapúði sem er frábært hjálpartæki í aftöppun, einkum fyrir konur. Mjúkur púðinn heldur hnjánum aðskildum og stöðugum á meðan aftöppun á sér stað. Púðinn er úr gegnsæju plasti, er vatnsheldur og því einnig hægt að nota hann í sturtu. Hægt er að fá spegil sem festur er á púðann með frönskum rennilási en hann fæst sér (vörunúmer spegils er 9002615). Hægt að þrífa fótapúðann með sápu og vatni eða með viðeigandi sótthreinsiefnum.