Exelerate TUFSOIL er nýtt efni frá Ecolab sem vinnur einstaklega vel á erfiðum og viðbrenndum óhreinindum. Gelinu er úðað beint á óhreinindin og helst á lóðréttum flötum í allt að 90 mín. Má sprauta beint á heita fleti (allt að 93°C) án þess að það þorni. Efnið er látið virka í allt að 45 mín (fer eftir hversu mikil óhreinindin eru) og svo skolað af. Hentar sérstaklega vel í matvælavinnslum þar sem mikið er af brenndum óhreinindum eins og brennd olía, prótein og sykur. Ath. að efnið er tilbúið til notkunar og er því ekki til niðurblöndunar.