Abena Man Special er mjúkt og þægilegt bindi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamsbyggingu karla.
Varan er ætluð fyrir miðlungs eða mikinn þvagleka en er einnig kjörin sem næturvara vegna þess hve há og góð lekavörn vörunnar er. Abena Man Special er einstaklega húðvæn vara sem andar vel og er með Top-Dry eiginleikum sem heldur yfirborði vörunnar sem liggur að húðinni þurru, jafnvel þó varan sé mettuð. Varan er án allra ilmefna en er með sérstöku lyktarstjórnunarkerfi sem lágmarkar óþægilega lykt. Varan er svansmerkt og ofnæmisprófuð.