Numatic leggur áherslu á áreiðanlegar og notendavænar lausnir sem endast
Þráðlausu lausnirnar frá Numatic tryggja afkastamikil þrif á hraðan, öruggan og þægilegan hátt. Allar vélarnar nota sömu NX300 rafhlöðu, sem einfaldar viðhaldið verulega. Þannig þarf ekki að fjárfesta í fjölmörgum mismunandi rafhlöðum og hleðslutækjum, sem sparar bæði tíma og kostnað.
Gólfslípivélarnar frá Numatic eru fyrirferðalitlar en öflugar vélar sem auðvelt er að stýra. Hægt er að fá úrval af burstum sem henta fyrir mismunandi gólfefni. Þannig má nýta vélarnar í allt frá því að sinna einföldum þrifum á vínyl- eða viðarparketi í að djúphreinsa erfiða gólffleti.
CleanTec teppahreinsilínan frá Numatic tryggir árangursrík þrif á teppum með PowerFlo dælukerfinu sem djúphreinsar með framúrskarandi árangri. Vélarnar eru einnig hentugar til að þrífa áklæði á húsgögnum og í bifreiðum, sem gerir þær fjölhæfar og öflugar í notkun.
Ryksugurnar frá Numatic eru bæði sterkbyggðar, áreiðanlegar og afar öflugar. Þær eru hannaðar með snjallri tækni sem gerir þeim kleift að ná framúrskarandi sogkrafti með kraftminni mótor, sem leiðir til minni orkunotkunar og aukinnar orkusparnaðar.
Fyrirferðalitlir vagnar með ríflegt geymslupláss. NuKeeper hótelvagnarnir frá Numatic eru hannaðir fyrir nútíma hótelumhverfi og geta auðveldlega komist um þrönga ganga og staðist mikið álag, sem gerir þá fullkomna fyrir krefjandi vinnuaðstæður.
Hannaðir fyrir gott notagildi og einfaldleika, ræstivagnarnir frá Numatic fást í mörgum stærðum og útfærslum.