Jafnlaunamarkmið
Stefna Stórkaups er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun.
Stórkaup er vinnustaður þar sem bæði karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa.
Stórkaup er vinnustaður þar sem allir, óháð kyni, njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Stórkaup er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
Stórkaup gætir þess að allir starfsmenn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.
Stórkaup líður ekki einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni.