Vörur

Hagkvæmt og þægilegt

Stórkaup þjónustar margar af stærri útgerðum landsins, ásamt stofnunum ríkis og sveitafélaga um land allt ásamt aðilum innan ferðaþjónustunnar, hótelum, veitingarstöðum og rekstraraðilum.

Við erum með aðgang að stærsta vöruhúsi landsins ásamt því að vera með samninga við allar helstu heildsölur landsins og er vöruval okkar því breitt.

Með því að versla við Stórkaup sparar þú tíma og peninga og þarft ekki að eiga við marga birgja í Stórkaup færðu nýlenduvörur, ávexti og grænmeti, frosið eða ferskt. Kjötvörur, hreinlætisvörur, gos og fleira og fleira, í öllum stærðum og gerðum. 

 Allar nánari upplýsingar í síma 567-9585 eða storkaup@storkaup.is

Take-away

Stórkaup bíður upp á úrval af take away umbúðum frá Bagasse.

Bagasse heimtökuumbúðir eru gerðar úr plöntutrefjum sykurreyrs, afurð sem annars væri hent eða hún brennd.
Bagasse umbúðirnar eru framúrskarandi góðar til að flytja mat, til dæmis frá veitingahúsum. Bagasse hentar vel
fyrir heitan mat, sem er auðvitað oft bæði blautur og fitugur. Það er ekkert mál að skera mat í Bagasse,
ef borðað er beint úr umbúðunum og umbúðirnar þola vel hitun í örbylgjuofni sem og frystingu.
Bagasse umbúðir eru jarðgeranlegar og mega því fara í lífrænan úrgang eða heimilissorp